Íslenska Gámafélagið ehf

Type

Business

Country

Iceland

Last Update: April 13, 2022

About us

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Í dag starfa um 300 manns hjá Íslenska Gámafélaginu víða um land.

Starfsemin byggist að mestu leyti á sorphirðu og flokkun hjá fyrirtækjum og heimilum um allt land. Ferlið fer síðan eftir tegund úrgangsins hverju sinni, hvort um sé að ræða almennt óflokkað sorp sem sent er til orkuvinnslu erlendis urðunar eða endurvinnanlegt hráefni sem flokkað er í flokkunarstöðvum Íslenska Gámafélagsins og sent til endurvinnslu. Einnig sækir fyrirtækið lífrænan eldhúsúrgang, bæði á heimili í nokkrum sveitarfélögum og í fyrirtæki, og sér um jarðgerð á honum. Það hráefni sem Íslenska Gámafélagið sér ekki um úrvinnslu á er sent til annarra fyrirtækja sem sjá um að koma því í réttan farveg.  

Í upphafi árs 2014 var spilliefnamóttaka standsett í höfuðstöðvum Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi. Þar eru flokkuð þau spilliefni sem koma inn á svæðið og þeim fundin réttur úrvinnslufarvegur. Árið 2012 fékk Íslenska Gámafélagið leyfi til að flytja út rafgeyma til endurvinnslu. Rafgeymar og önnur spilliefni eru geymd og meðhöndluð í samræmi við lögbundnar kröfur og skilyrði starfsleyfis. 

contact

location

162 Reykjavík, Iceland